Mikil eftirspurn
Hótel
- Vaxandi eftirspurn: Töfrar Vestfjarða laða að sér sífellt fleiri ferðamenn, áhugi ferðasala í kjölfar viðurkenningar Lonely Planet sýnir fram á eftirspurn eftir gistimöguleikum.
- Hátt nýtingarhlutfall á sumrin: Erfitt getur reynst að fá gistingu á Vestfjörðum á háannartíma. Sameiginlegt nýtingarhlutfall Vesturlands og Vestfjarða er um 80%.
- Eftirsóttur áfangastaður: Samkvæmt landamærakönnun Ferðamálastofu vilja 60,4% ferðamanna sem hyggjast snúa aftur til Íslands heimsækja Vestfirði í næstu heimsókn. Það segir okkur að vitund um svæðið hafi aukist mikið og einskær áhugi sé fyrir ferðalögum á Vestfirði.
- Markhópar: Stærstu markhópar svæðisins eru í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, og Ítalíu.