Bláa hagkerfi Vestfjarða
Virðisaukning og sjálfbærni
Bláa hagkerfið er raunhagkerfi Vestfjarða og leggur grunn að vexti svæðisins. Það samanstendur af:
- Fiskveiðum sem eru og verða grunnstoð atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nálægðar við gjöful fiskimið.
- Lagareldi sem er einn stærsti vaxtabroddur í atvinnulífi Vestfjarða og á inni umtalsverðan vöxt til framtíðar sem og virðisaukandi nýsköpun.
- Ferðaþjónustu sem hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Bættir innviðir ýta undir frekari vöxt í greininni.
- Líftækni sem felur í sér tækifæri útfrá aukaafurðum sjávarfangs. Á Vestfjörðum er unnið brautryðjendastarf í líftækni í sjávarútvegi.