Hafnsækin starfsemi
Ísafjarðarhöfn
- Nýtt skipulag: Suðurtangi (22ha) verður miðpunktur hafnsækinnar starfsemi, með blönduðum stærðum af lóðum. Skipulaginu er ætlað að stuðla að vexti iðngreina, nýsköpunar, og útflutnings og hvetja til samstarfs milli fyrirtækja og menntastofnana.
- Sögulegt samhengi: Suðurtangi er uppbyggingarsvæði Ísafjarðarhafnar og syðsti hluti eyrarinnar á Ísafirði, heimkynni eins elsta samfellda verslunarsvæðis Íslands.
- Mikilvæg höfn: Ísafjarðarhöfn er vel staðsett höfn með tilliti til fiskimiða og útflutnings.
- Alþjóðleg tenging: Hafnarsvæðið nær yfir 40 hektara með yfir 1.100 metrum af bryggjuköntum fyrir allar tegundir skipa. Á hafnarsvæðinu er að finna nauðsynlega þjónustu tengda hafnsækinni starfsemi, allt frá matvæla- og iðnaðarframleiðslu til rannsókna, líftækni og sértækra þjónustu.
- Núverandi þjónusta: Ísafjarðarhöfn þjónustar nú þegar útgerð, flutningaþjónustu, skemmtiferðaskip, skútur og smábáta.